Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. desember 2022 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Alltaf erfitt að tapa stigum á heimavelli
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gat ekki kvartað yfir spilamennsku liðsins þrátt fyrir að hafa gert 1-1 jafntefli við Everton á Etihad-leikvanginum í dag.

Erling Braut Haaland kom Man City yfir á 24. mínútu en Everton svaraði með draumamarki frá Demarai Gray tæpum hálftíma fyrir leikslok.

Everton varðist vel í leiknum en Guardiola gat lítið sett út á spilamennsku sinna manna.

„Ég er bjartsýnn. Það er alltaf erfitt að tapa stigum á heimavelli en ég reyni alltaf að láta liðið spila vel og við höfum gert það,“ sagði Guardiola.

„Ég myndi segja að þeir hafi varist með átta mönnum. Þá skiptir miklu máli að sækja á réttu augnabliki. Við gerðum það í raun og leyfðum þeim ekki að umbreyta leik sínum. Þeir skoruðu stórkostlegt mark og þegar það gerist þá óskar maður þeim bara til hamingju, en við spiluðum mjög vel,“ sagði hann ennfremur.

Þetta jafntefli þýðir það að Arsenal er nú á góðri leið með að ná sjö stiga forystu á Man City en Arsenal er 2-0 yfir í hálfleik gegn Brighton.
Athugasemdir
banner
banner