Margir minnast brasilísku goðsagnarinnar Pele þessa dagana en hann lést í vikunni eftir baráttu við krabbamein.
Mínútu þögn er fyrir hvern einasta leik í umferðinni í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Brasilíumaðurinn Antony leikmaður Manchester United var búinn að skrifa „Hvíldu í friði" á innanundir bolinn sinn.
Þá hitaði Bruno Guimaraes leikmaður Newcastle upp í brasilískri landsliðstreyju merktri Pele og árituð af goðsögninni.
Það er markalaust í leik Newcastle og Leeds í hálfleik.
Ahead of Newcastle’s game with Leeds, Brazilian attacker Bruno Guimarães wears a Pele tribute jersey in honor of the football legend passing away two days ago. ???????????????? pic.twitter.com/FAZi76et4K
— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 31, 2022
Athugasemdir