Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. desember 2022 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Helgi æfði með Pele hjá New York Cosmos árið 1977
Mynd: Tímarit.is

Brasilíska goðsögnin Pele sem margir telja besta fótboltamann sem hefur verið uppi lést í vikunni 82 ára að aldri.


Það vita færri en ungur íslenskur drengur æfði með Pele árið 1977. Það var Húsvíkingurinn Helgi Helgason sem fékk að fara á reynsluæfingar hjá New York Cosmos í Bandaríkjunum þá aðeins 17 ára gamall.

Pele var þá 36 ára og á síðasta ári ferils síns en hann lék sinn síðasta leik 1. október það ár, sýningaleik gegn uppeldisfélagi hans Santos þar sem hann spilaði með báðum liðum, sitthvorn hálfleikinn.

John McKernan þáverandi þjálfari Völsung kom því í kring að Helgi fengi að æfa með bandaríska liðinu.

Helgi kom svo aftur heim og spilaði áfram með Völsungi þar til hann gekk í raðir Víkings Reykjavík í ársbyrjun 1978. Hann varð Íslandsmestari með Víkingi Reykjavík en sneri aftur heim í Völsung. Þar vann hann næst efstu deild 1986 og spilaði því með uppeldisfélaginu í efstu deild 1987 og 1988.


Athugasemdir
banner
banner
banner