Frank Lampard, stjóri Everton, er alvarlega að íhuga það að kalla Ellis Simms til baka úr láni frá Sunderland.
Everton þarf fleiri möguleika í sóknarleikinn en Salomon Rondon rifti samningi sínum við félagið fyrr í þessum mánuði og þá hefur Dominic Calvert-Lewin verið að glíma við meiðsli á þessari leiktíð.
Lampard er því að skoða það að kalla Simms til baka frá Sunderland en þessi 21 árs gamli framherji hefur gert sjö mörk í ensku B-deildinni á tímabilinu.
Simms á aðeins einn leik að baki fyrir Everton en hann var fremsti maður í leik liðsins við Chelsea á síðustu leiktíð.
Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig. Liðið hefur aðeins skorað 12 mörk í sextán leikjum sínum í deildinni.
Athugasemdir