Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool ekki búið að leggja fram tilboð í Enzo og Caicedo
Moises Caicedo
Moises Caicedo
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur ekki lagt fram tilboð í miðjumennina Enzo Fernandez og Moises Caicedo en þetta segir Paul Joyce hjá Times.

Liverpool er í leit að minnsta kosti tveimur miðjumönnum en ekki er víst að þeir menn mæti í leikmannahópinn í janúar.

Félagið er áhugasamt um þá Enzo Fernandez, Jude Bellingham og Moises Caicedo.

Enzo er á mála hjá Benfica í Portúgal en til þess að kaupa hann þarf að greiða 105 milljónir evra, Portúgalskir fjölmiðlar greindu frá því að tvö stórlið væru búin að leggja fram tilboð í argentínska miðjumanninn en Liverpool er ekki eitt þeirra.

Chelsea leiði baráttuna um Enzo og er talið líklegra en ekki að hann gangi í raðir félagsins í janúar.

Caicedo, miðjumaður Brighton, er annar leikmaður sem Liverpool hefur verið að skoða, en eins og með Enzo, þá hefur félagið ekki lagt fram tilboð.

Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund er ekki fáanlegur fyrr en næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner