City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   lau 31. desember 2022 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Luis Suarez til Gremio (Staðfest)
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez skrifaði í dag undir tveggja ára samning við brasilíska félagið Gremio en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Suarez, sem er 35 ára gamall, yfirgaf uppeldisfélag sitt, Nacional, eftir að hafa unnið deildartitilinn og vildi hann því nýja áskorun.

Honum bauðst að semja við félög í Evrópu og í Sádi-Arabíu en valdi að fara til Brasilíu.

Í dag skrifaði hann svo undir tveggja ára samning við Gremio, sem er komið aftur upp í deild þeirra bestu.

Hjá Gremio hittir hann Lucas Leiva en þeir tveir spiluðu saman hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool.



Athugasemdir
banner
banner
banner