Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez skrifaði í dag undir tveggja ára samning við brasilíska félagið Gremio en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.
Suarez, sem er 35 ára gamall, yfirgaf uppeldisfélag sitt, Nacional, eftir að hafa unnið deildartitilinn og vildi hann því nýja áskorun.
Honum bauðst að semja við félög í Evrópu og í Sádi-Arabíu en valdi að fara til Brasilíu.
Í dag skrifaði hann svo undir tveggja ára samning við Gremio, sem er komið aftur upp í deild þeirra bestu.
Hjá Gremio hittir hann Lucas Leiva en þeir tveir spiluðu saman hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool.
???? Official: Luis Suárez joins Gremio as free agent on a two year deal, deal now signed and completed. ???????????????? #Gremio
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 31, 2022
Suárez has turned down MLS and Saudi clubs proposals to join Brazilian side Gremio. pic.twitter.com/2q8cg82f6C
Athugasemdir