City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   lau 31. desember 2022 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Meistarabragur á Arsenal - Laglegt mark frá Ödegaard
Arsenal er 2-0 yfir gegn Brighton í hálfleik á Amex-leikvanginum en Bukayo Saka og Martin Ödegaard gerðu mörkin.

Bukayo Saka kom Arsenal yfir á 2. mínútu. Hann fékk boltann í miðjum teignum eftir að hann hafði farið af varnarmanni og til enska landsliðsmannsins. Eftirleikurinn var auðveldur.

Sex mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks bætti Ödegaard við öðru marki eftir hornspyrnu. Boltinn datt út fyrir teiginn á norska leikmanninn sem skoraði með góðu skoti í hægra hornið.

Arsenal á góðri leið með að ná sjö stiga forystu á Manchester City sem gerði 1-1 jafntefli við Everton í dag.

Sjáðu markið hjá Saka

Sjáðu markið hjá Ödegaard
Athugasemdir
banner
banner
banner