Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. desember 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid tilbúið að borga 100 milljónir fyrir Bellingham
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins, tekinn saman af BBC, af öllum helstu miðlum heims er kominn í hús á síðasta degi ársins.


Enzo Fernandez, 21, miðjumaður Benfica og argentíska landsliðsins hefur samþykkt að ganga til liðs við Chelsea. (Metro)

En Benfica segir að fréttir um að þeir séu tilbúnir að selja heimsmeistarann í janúar séu rangar. (Evening Standard)

Ef kaupin ganga ekki upp er viðbragðsáætlun Chelsea að kaupa hinn 24 ára gamla miðjumann Brighton og argentíska landsliðsins Alexis Mac Allister. (The Times)

Real Madrid er tilbúið að eyða yfir 100 milljónum evra (88.6 milljónum punda) í Jude Bellingham, 19, leikmann Dortmund en hann er einnig skotmark Liverpool. (ESPN)

Newcastle hefur verið mikið orðað við Maximo Perrone, 19, miðjumann Velez Sarsfield en Manchester City gæti hafa unnið baráttuna um undirskrift hans. (Team Talk)

Jorginho, 31, vill fara aftur til Napoli þegar samningur hans við Chelsea rennur út en Barcelona og Newcastle hafa einnig áhuga á ítalska miðjumanninum. (La Repubblica)

Raul Jimenez, 31, fær líklega að fara frá Wolves í janúar ef liðinu tekst að kaupa annan framherja. (Daily Mail)

Leeds United er eina liðið sem er á eftir Alfonso Pedraza, 26, vinstri bakverði Villarreal. (Team Talk)

Aston VIlla hefur áhuga á Gerard Deulofeu, 28, fyrrum leikmanni Everton, Watford og Barcelona en hann leikur í dag með Udinese. (90 min)

Bryan Gil vængmaður Tottenham vill fara aftur til Valencia og gæti fengið ósk sína uppfyllta í janúar. (Deporte Valenciano)

Viktor Gyokeres, 24, skotmark Wolves fer ekki neitt í janúar segir Mark Robins stjóri hans hjá Coventry City. (Birmingham Live)


Athugasemdir
banner
banner