Hinn 37 ára gamli Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al Nassr í Sádí Arabíu í gær á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og þénar 200 milljónir evra á ári.
„Ég er spenntur að upplifa nýja deild í öðru landi. Sýn Al Nassr á að bæta karla og kvennaboltann í Sádí Arabíu er mjög hvetjandi. Við getum séð það í frammistöðu Sáda á HM að þetta er land með mikinn metnað í fótboltanum og það eru miklir möguleikar fyrir þá," sagði Ronaldo eftir að hafa skrifað undir.
Ronaldo átti ekkert eftir ógert í Evrópu.
„Ég er heppin með það að ég hef unnið allt sem ég ætlaði mér að vinna í evrópska fótboltanum og finnst þetta rétti tíminn til að deila reynslunni í Asíu. Ég hlakka til að hitta nýju liðsfélagana og hjálpa félaginu að ná árangri með þeim," sagði Ronaldo.