Skoski leikmaðurinn Ben Doak spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í byrjun nóvember þegar hann kom inn á í sigri liðsins gegn Derby eftir vítaspyrnukeppni í enska bikarnum.
Tæpri viku síðar, á 17 ára afmælisdaginn, skrifaði hann undir sinn fyrsta atvinnumanna samning. Skotinn Andy Robertson leikmaður Liverpool hrósaði Doak í hástert fyrir það hvernig hann hefur komið inn í liðið.
„Ég hef ákveðnar taugar til Doak að augljósum ástæðum. Þegar hann kom inn á var ég svo ánægður fyrir hans hönd. Miðað við hvað hann er ungur hefur hann verið ótrúlegur síðan hann kom inn í hópinn," sagði Robertson.
„Engin hræðsla, reynir að komast framhjá okkur öllum, heldur okkur ungum og ferskum. Hrós á alla ungu strákana, þeir stigu upp. Við erum með nokkra frábæra í kringum okkur."
Doak er yngsti Skotinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri liðsins á Aston Villa á annan í jólum.