Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 31. desember 2022 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo beið eftir símtali frá Real Madrid en það kom aldrei
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo samdi í gær við Al Nassr í Sádi-Arabíu en það var ekki fyrsti kostur leikmannsins. Hann vildi snúa aftur til Real Madrid en það var ekki i boði samkvæmt Marca.

Ronaldo skrifaði undir þriggja ára samning við Al Nassr í gær og verður langlaunahæsti leikmaður sins. Hann mun þéna um 200 milljónir evra í árslaun.

Topplið í Evrópu höfðu engan áhuga á að fá Ronaldo. Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hafði samband við öll stærstu félögin í Evrópu, en öll sögðu nei.

Portúgalski leikmaðurinn vildi ólmur snúa aftur til Real Madrid og beið eftir símtali frá Florentino Perez, forseta félagsins, en það símtal kom aldrei. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid með 450 mörk.

Marca segir að Mendes hafi ekki átt neinn þátt í viðræðum Ronaldo við Al Nassr, en hann hefur séð um hans mál í tæpa tvo áratugi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner