Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. desember 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Sancho mættur aftur til Englands en æfir áfram einn
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, leikmaður Manchester United á Englandi, er mættur aftur til Bretlandseyja eftir að hafa verið í einstaklingsþjálfun í Hollandi en þetta kemur fram í Daily Mail.

Sancho kom til Man Utd frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda á síðasta ári.

Hann kom aðeins að átta mörkum á fyrsta tímabili sínu hjá Man Utd og byrjaði svo þetta tímabil ágætlega en hefur ekkert spilað síðan gegn Chelsea í október.

Sancho fékk ekki að æfa með United í æfingaferð liðsins í Spáni fyrr í þessum mánuði en Erik ten Hag, stjóri United, greindi frá því að hann væri ekki í standi til að spila. Talaði hann um að bæði líkamlegi og andlegi þátturinn þyrfti að vera í lagi en gaf engar upplýsingar um hvenær hann myndi snúa aftur.

Síðan í desember hefur hann æft í Hollandi í sérstakri einstaklingsþjálfun en nú er hann mættur aftur til Manchester. Daily Mail segir frá þessu, en þar kemur einnig fram að hann mun halda áfram að æfa einn.

Sancho þótti einhver allra efnilegasti leikmaður Englands fyrir tveimur árum en hefur engan veginn staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans þegar hann skrifaði undir hjá United.
Athugasemdir
banner
banner