Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   lau 31. desember 2022 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Scott Parker tekur við Club Brugge (Staðfest)
Scott Parker er nýr þjálfari Club Brugge
Scott Parker er nýr þjálfari Club Brugge
Mynd: EPA
Scott Parker er nýr þjálfari Club Brugge í Belgíu og mun stýra liðinu næstu fjögur árin en hann tekur við starfinu af Carl Hoefkens. Félagið staðfesti þessar fregnir í dag.

Parker átti litríkan feril sem fótboltamaður þar sem hann lék með félögum á borð við Charlton, Chelsea, Fulham, Newcastle, Tottenham og West Ham.

Eftir ferilinn fór hann út í þjálfun en hann tók við liði Fulham árið 2019 og stýrði því upp í ensku úrvalsdeildina. Liðið fór strax aftur niður í B-deildina og hætti Parker þá með liðið.

Hann tók við Bournemouth um sumarið og tókst að leika sama leik með því að koma liðinu upp. Hann var hins vegar rekinn eftir 9-0 tap gegn Liverpool og verið án starfs síðan.

Síðustu daga hefur Parker verið í viðræðum við belgíska félagið Club Brugge um að taka við liðinu en það var svo staðfest í dag. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning og tekur við af Carl Hoefkens.

Það bíður hans erfitt verkefni en liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og þá er liðið í 4. sæti belgísku deildarinnar, tólf stigum á eftir toppliði Genk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner