City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   lau 31. desember 2022 15:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Haaland með níu mörkum meira en allt Everton liðið

Manchester City er 1-0 yfir í hálfleik gegn Everton en það var markahrókurinn Erling Haaland sem skoraði markið.


Hann spilaði engan keppnisbolta á meðan á HM stóð en hann hefur farið hamförum eftir að enski boltinn fór að rúlla aftur. Hann skoraði sitt fimmta mark í fjórum leikjum í dag.

Markið kom eftir frábæran undirbúning en hann átti skot í miðjum teignum sem Jordan Pickford réð ekki við.

Þetta var 21. mark hans fyrir félagið í deildinni en þess má geta að allt Everton liðið hefur skorað tólf mörk.

Markið má sjá með því að smella hér.


Athugasemdir
banner
banner