Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, spáir því að Darwin Nunez verði einn besti leikmaður heims á næstu árum, en þetta sagði hann eftir 2-1 sigur liðsins á Leicester í gær.
Nunez hefur komið að fjórtán mörkum í 24 leikjum sínum með Liverpool á þessari leiktíð.
Hann var keyptur fyrir 64 milljónir punda frá Benfica í sumar en sú upphæð getur hækkað upp í 85 milljónir punda ef ákveðnum skilyrðum er mætt.
Úrúgvæski framherjinn hefur tætt í sig varnir andstæðinga sinna á tímabilinu og gert margt gott en eina sem hefur vantað er að klára dauðafærin.
Nunez skapar sér gríðarlega mikið af færum en boltinn vill ekki í markið. Leikmaðurinn skapaði mikinn usla í leiknum gegn Leicester í gær og segir Neville að hann væri alls ekki til í að mæta honum á velli.
„Ég myndi ekki vilja spila gegn Darwin Nunez. Hann er algjör martröð. Ég held að hann eigi eftir að breytast í heimsklassa framherja. Hann verður einn besti framherjinn í deildinni og einn sá besti í heiminum,“ sagði Neville á Sky Sports í gær.
Athugasemdir