Real Sociedad og Villarreal unnu bæði í lokaleikjum ársins í La Liga á Spáni í dag.
Brais Mendez og Alexander Sorloth sáu til þess að Sociedad landaði 2-0 sigri á Osasuna. Mendez skoraði á 22. mínútu en norski framherjinn tvöfaldaði forystuna þegar tæpur hálftími var eftir.
Sociedad er í 3. sæti með 29 stig en Osasuna í 9. sæti með 23 stig.
Villarreal lagði þá Valencia, 2-1. Edinson Cavani kom Valencia á bragðið á 21. mínútu en nígeríski kantmaðurinn Samuel Chukweze jafnaði undir lok fyrri hálfleiks.
Argentínski varnarmaðurinn Juan Foyth gerði svo sigurmark Villarreal undir lok leiksins og skaut Villarreal upp í 7. sæti deildarinnar með 24 stig.
Úrslit og markaskorarar:
Real Sociedad 2 - 0 Osasuna
1-0 Brais Mendez ('22 )
2-0 Alexander Sorloth ('64 )
Villarreal 2 - 1 Valencia
0-1 Edinson Cavani ('21 )
1-1 Samuel Chimerenka Chukweze ('45 )
2-1 Juan Foyth ('89 )
Athugasemdir