Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. desember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Benfica um Enzo: Stundum gerast hlutir í fótbolta
Var Enzo að kveðja Benfica í gær?
Var Enzo að kveðja Benfica í gær?
Mynd: EPA
Roger Schmidt, þjálfari Benfica í Portúgal, ræddi stuttlega um argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez í viðtali eftir 3-0 tap liðsins fyrir Braga í gær.

Enzo, sem er 21 árs gamall, var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM í Katar er Argentína varð heimsmeistari.

Öll stærstu félög Evrópu eru á eftir kappanum en Chelsea er sagt í bílstjórasætinu.

Hann er með klásúlu í samningnum sem leyfir honum að fara frá Benfica ef félög greiða 105 milljónir evra og er Chelsea tilbúið að virkja þá klásúlu.

Enzo var í byrjunarliði Benfica í gær en þjálfarinn gat ekki sagt til um það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

„Ég veit ekki hvort þetta hafi verið síðasti leikur Enzo. Hann er magnaður leikmaður. Stundum gerast hlutir í fótbolta og leikmenn verða að taka ákvarðanir. Sjáum hvað gerist á næstu vikum,“ sagði Schmidt.
Athugasemdir
banner
banner