Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. desember 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk ósáttur við spilamennsku liðsins - „Hann þarf tíma"
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: Getty Images
Cody Gakpo og Virgil van Dijk
Cody Gakpo og Virgil van Dijk
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, var alls ekki sáttur við spilamennsku liðsins í 2-1 sigrinum á Leicester á Anfield í gær og segir að liðið verði að bæta hana.

Tvö sjálfsmörk frá Wout Faes færðu Liverpool sigurinn á silfurfati en Leicester hafði komist yfir snemma leiks áður en Faes upplifði verstu martröð tímabilsins undir lok fyrri hálfleiks.

Vörn Liverpool var galopin og sofandi á köflum í leiknum en liðið náði að landa sigri og er það sem skiptir mestu samkvæmt Van Dijk.

„Mér fannst við slakir á köflum. Það er klisja að segja þetta en það var mikilvægt að ná í þrjú stig og vinna þennan leik. Við reyndum að koamst inn í leikinn en vorum ekki nógu góðir og við vitum það. Við unnum, sem er jákvætt, en það er nóg af hlutum sem við þurfum að bæta,“ sagði Van Dijk.

„Við vitum að Leicester er með gæði og hraða í sókninni. Þetta eru menn sem geta laumað boltanum inn fyrir. Þeir sköpuðu hættu nokkrum sinnum og nokkrum sinnum var dæmt rangstaða, en þetta var planið hjá þeim og það gekk,“ sagði Van Dijk.

Voru leikmenn Liverpool með þá tilfinningu að þetta væri ekki kvöldið þeirra?

„Ef þú ferð á völlinn með þetta hugarfar þá eru þegar 1-0 undir. Við áttum góðan leik í Birmingham um daginn og reyndum að halda áfram á sömubraut. Á köflum vorum við of fljótir og töpuðum boltanum í erfiðum aðstæðum. Við vorum opnir og þeir eru með leikmenn sem geta nýtt sér það. Við verðum að taka þessi þrjú stig, vera fullir sjálfstrausts og halda áfram.

Van Dijk var spurður út í það hvernig það sé að koma til baka eftir að hafa spilað á heimsmeistaramóti. Hann segir það öðruvísi en að hann sé allur að koma til.

„Þetta er partur af þessu. Ég er búinn að vera hérna í fimm ár og er bæði ánægður og stoltur að spila fyrir þetta fallega félag. Þetta hefur verið öðruvísi síðustu fimm vikur en ég er allur að koma til.“

Cody Gakpo, liðsfélagi Van Dijk í hollenska landsliðinu, gekk í raðir Liverpool frá PSV á dögunum. Varnarmaðurinn er sagður hafa hjálpað Gakpo að taka ákvörðunina en hann segir þá félaga hafa rætt aðeins málin áður en Gakpo ákvað að slá til.

„Vonandi mun hann skila miklu. Hann er góður leikmaður og ég þekki það vel að koma inn í janúar. Við verðum að gefa honum tíma og alvöru stuðningsmenn félagsins eiga eftir að gera það. Hann verður að koma sér inn í hlutina. Ég talaði við hann og gat bara sagt jákvæða hluti því ég hef notið tímans hér og náð miklum árangri. Ég þurfti ekki að sannfæra hann en ef hann hefði spurt mig að einhverju þá hefði ég svarað þeim,“ sagði Van Dijk í lokin.
Athugasemdir
banner
banner