Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Marmoush og Ederson orðaðir við Man City
Ederson í leik með Atalanta.
Ederson í leik með Atalanta.
Mynd: EPA
Manchester City hefur gengið brösuglega á þessu tímabili og enskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvað félagið geri á markaðnum núna þegar félagaskiptaglugginn er opinn. Langur meiðslalisti hefur ekki hjálpað Pep Guardiola og félögum.

Meðal leikmanna sem Mail Sport orðar við City eru egypski sóknarmaðurinn Omar Marmoush hjá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi og brasilíski miðjumaðurinn Ederson hjá Atalanta á Ítalíu. Báðir eru þeir 25 ára og að sigla inn í hátind ferilsins.

Mörg augu eru á Marmoush sem hefur skorað 18 mörk í 24 leikjum á tímabilinu og býður upp á fjölhæfni í sóknarstöðunum. Ederson er lykilmaður hjá Atalanta sem er í baráttu um ítalska meistaratitilinn.

Líklegt er að miklar breytingar verði á leikmannahópi City næsta sumar. Kyle Walker og Ederson eru á óskalistum í Sádi-Arabíu og spurning er með framtíð Matheus Nunes, Jack Grealish, James McAtee og Kevin De Bruyne.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner