Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Tuchel mættur til starfa og skellir sér á völlinn á morgun
Tuchel á Wembley.
Tuchel á Wembley.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Thomas Tuchel tók í gær formlega til starfa sem landsliðsþjálfari Englands. Tilkynnt var um ráðningu hans í október.

Fyrsti leikur hans við stjórnvölinn verður á Wembley í mars, gegn Albaníu í undankeppni HM.

Tuchel mun fylgjast vel með ensku úrvalsdeildinni um helgina og verður á Tottenham - Newcastle í hádeginu á morgun.

Dominic Solanke og James Maddison eru meðal enskra leikmanna sem munu líklega spila fyrir Tottenham og þeir Lewis Hall and og Anthony Gordon eru meðal leikmanna Newcastle.

Tuchel er 51 árs og hefur lyft bikurum með Borussia Dortmund, PSG, Chelsea og Bayern München á stjóraferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner