Barcelona heldur í vonina um að semja við spænsku úrvalsdeildina um skráningu Dani Olmo en félög annars staðar í heiminum fylgjast náið með stöðu mála.
Olmo gekk til liðs við Barcelona frá Leipzig í sumar fyrir 50 milljónir punda en Börsungar gátu aðeins skráð hann í leikmannahóp sinn út árið vegna fjárhagsvandræða félagsins.
Olmo gekk til liðs við Barcelona frá Leipzig í sumar fyrir 50 milljónir punda en Börsungar gátu aðeins skráð hann í leikmannahóp sinn út árið vegna fjárhagsvandræða félagsins.
Barcelona hefur reynt ýmislegt til að láta þetta ganga upp en ekkert gengur.
Andy Bara, umboðsmaður Olmo, segir leikmanninn ekki vera í viðræðum við önnur félög þrátt fyrir vandræði Börsunga en hann má fara frítt frá Katalóníustórveldinu.
„Þetta er stressandi ástand fyrir Dani. Það væri eins fyrir aðra leikmenn," sagði Bara.
„Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Hann reynir að vera rólegur. Dani er samt sem áður sigurvegari sem vill spila leikina, ekki horfa á þá."
„Við erum ekki í viðræðum við önnur félög. Dani er Barcelona leikmaður og hann vill vera það áfram. Barcelona er fyrsti og síðasti möguleikinn."
Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur verið gagnrýndur harðlega á Spáni út af þessari stöðu.
Athugasemdir