Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 12:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eru að selja leikmann og ætla svo að reyna við Antony
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Talið er að spænska félagið Real Betis muni reyna að fá brasilíska kantmanninn Antony núna í janúarglugganum.

Betis virðist vera að selja kantmanninn Assane Diao til Como á Ítalíu og það gæti orðið til þess að Betis geri tilboð í Antony.

Samkvæmt The Times þá vill Betis fá Antony á láni með möguleika á því að kaupa hann síðar.

Þessi 24 ára gamli vængmaður er ekki í myndinni hjá Ruben Amorim, stjóra Man Utd.

Kaupin á Antony hafa verið mikil vonbrigði en hann var keyptur fyrir rúmar 80 milljónir punda frá Ajax fyrir tveimur árum og hefur lítið sýnt sem réttlætir þann verðmiða.
Athugasemdir
banner
banner
banner