Talið er að spænska félagið Real Betis muni reyna að fá brasilíska kantmanninn Antony núna í janúarglugganum.
Betis virðist vera að selja kantmanninn Assane Diao til Como á Ítalíu og það gæti orðið til þess að Betis geri tilboð í Antony.
Samkvæmt The Times þá vill Betis fá Antony á láni með möguleika á því að kaupa hann síðar.
Þessi 24 ára gamli vængmaður er ekki í myndinni hjá Ruben Amorim, stjóra Man Utd.
Kaupin á Antony hafa verið mikil vonbrigði en hann var keyptur fyrir rúmar 80 milljónir punda frá Ajax fyrir tveimur árum og hefur lítið sýnt sem réttlætir þann verðmiða.
Athugasemdir