Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fim 03. apríl 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Meslier hent á bekkinn hjá Leeds
Illan Meslier.
Illan Meslier.
Mynd: EPA
Daniel Farke, stjóri Leeds United, hefur staðfest að Karl Darlow verði í markinu á laugardaginn þegar liðið heimsækir Luton í ensku úrvalsdeildinni.

Illan Meslier hefur verið aðalmarkvörður Leeds en gerði slæm mistök sem kostuðu jöfnunarmark í 2-2 jafnteflinu gegn Swansea um síðustu helgi.

Meslier hefur verið að gera dýrkeypt mistök á undanförnu og blaðamenn og stuðningsmenn kallað eftir því að hann verði settur á bekkinn.

Darlow, sem kom til Leeds frá Newcastle sumarið 2023, hefur ekki spilað deildarleik síðan 29. desember 2023.

„Ég hef tekið ákvörðun og rætt við marverðina. Karl spilar á laugardag, Illan verður á bekknum. Illan hefur verið í vandræðum svo við tölum hreint út. Þetta er atvinnumannafótbolti og þú þarft að standa þig," segir Daniel Farke, stjóri Leeds.

Leeds er í öðru sæti Championship-deildarinnar, tveimur stigum frá toppliði Sheffield United. Tvö efstu liðin munu komast beint upp. Burnley sem er í þriðja sæti er með jafnmörg stig og Leeds en lakari markatölu.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 39 26 7 6 56 29 +27 83
2 Leeds 39 23 12 4 78 27 +51 81
3 Burnley 39 22 15 2 53 11 +42 81
4 Sunderland 39 20 12 7 56 37 +19 72
5 Coventry 39 17 8 14 56 51 +5 59
6 West Brom 39 13 18 8 48 35 +13 57
7 Middlesbrough 39 16 9 14 59 49 +10 57
8 Bristol City 39 14 15 10 49 42 +7 57
9 Watford 39 15 8 16 47 51 -4 53
10 Norwich 39 13 13 13 61 54 +7 52
11 Blackburn 39 15 7 17 42 41 +1 52
12 Sheff Wed 39 14 10 15 54 60 -6 52
13 Millwall 39 13 12 14 37 40 -3 51
14 Preston NE 39 10 17 12 39 46 -7 47
15 QPR 39 11 12 16 45 53 -8 45
16 Swansea 39 12 9 18 40 51 -11 45
17 Portsmouth 39 12 9 18 47 61 -14 45
18 Stoke City 39 10 12 17 40 52 -12 42
19 Oxford United 39 10 12 17 40 57 -17 42
20 Derby County 39 11 8 20 42 51 -9 41
21 Hull City 39 10 11 18 39 48 -9 41
22 Cardiff City 39 9 13 17 43 63 -20 40
23 Luton 39 10 8 21 35 60 -25 38
24 Plymouth 39 7 13 19 40 77 -37 34
Athugasemdir
banner
banner