Chelsea tekur á móti Tottenham í nágrannaslag í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.
Enzo Maresca gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði gegn Arsenal í síðustu umferð. Cole Palmer, Nicolas Jackson, Malo Gusto og Trevoh Chalobah koma inn í byrjunarliðið.
Reece James, Christopher Nkunku, Benoit Badiashile og Wesley Fofana detta úr liðinu. Fofana er meiddur en hinir þrír setjast á bekkinn.
Ange Postecoglou gerir þá fimm breytingar eftir 2-0 tap gegn Fulham í síðustu umferð. Bæði Tottenham og Chelsea töpuðu Lundúnaslögum í síðasta leik.
Micky van de Ven er kominn úr meiðslum og tekur sæti Ben Davies í byrjunarliðinu, ásamt Lucas Bergvall sem kemur inn í byrjunarliðið fyrir Yves Bissouma.
Wilson Odobert, James Maddison og Son Heung-min koma að lokum inn í liðið fyrir Archie Gray, Mathys Tel og Brennan Johnson.
Chelsea: Sanchez, Gusto, Chalobah, Colwill, Cucurella, Fernandez, Caicedo, Sancho, Palmer, Neto, Jackson
Varamenn: Jorgensen, George, James, Badiashile, Adarabioyo, Acheampong, Deswbury-Hall, Madueke, Nkunku
Tottenham: Vicario, Spence, Van de Ven, Romero, Udogie, Bergvall, Bentancur, Maddison, Odobert, Son, Solanke
Varamenn: Kinsky, Gray, Davies, Bissouma, Johnson, Moore, Porro, Sarr, Tel
Athugasemdir