Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 03. apríl 2025 13:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hildur Þóra í FH (Staðfest)
Mynd: FH
FH hefur fengið Hildi Þóru Hákonardóttur í sínar raðir en hún kemur til félagsins frá Breiðabliki.

Hildur er 23 ára varnarmaður sem verður 24 ára í maí. Hún hefur síðustu ár verið í námi í Bandaríkjunum og spilað með háskólaliði Harvard háskólans og því ekki náð heilum tímabilum á Íslandi en hún lék ekkert með Blikum síðasta sumar vegna meiðsla.

Hún á að baki 25 leiki fyrir yngri landsliðin og í þeim skoraði hún þrjú mörk.

Þar til nú hafði hún verið allan sinn feril verið hjá Breiðabliki eða venslaliðinu Augnabliki. Hildur á að baki 113 meistaraflokksleiki og í þeim hefur hún skorað sex mörk. Hún er fimmti leikmaðurinn sem FH fær í sumar.

FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra. Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir eru þjálfarar liðsins. Fyrsti leikur liðsins í Bestu deildinni 2025 verður gegn Val á útivelli miðvikudaginn 16. apríl.

Komnar
Katla María Þórðardóttir frá Svíþjóð
Hildur Þóra Hákonardóttir frá Breiðabliki
Deja Sandoval frá FHL
Maya Lauren Hansen frá Bandaríkjunum
Íris Una Þórðardóttir frá Þrótti (var á láni hjá Fylki)

Farnar
Anna Nurmi til Finnlands
Hanna Kallmaier til Keflavíkur
Thelma Lóa Hermannsdóttir til Bandaríkjanna
Hanna Faith Victoriudottir til Aftureldingar
Selma Sól Sigurjónsdóttir í Hauka
Bryndís Halla Gunnarsdóttir í Hauka
Berglind Þrastardóttir í Hauka
Hildur María Jónasdóttir í Fram
Halla Helgadóttir í Fram
Anna Rakel Snorradóttir í Grindavík/Njarðvík
Rannveig Bjarnadóttir
Rakel Eva Bjarnadóttir á láni í HK

Samningslausar
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (2003)
Breukelen Woodard (1999)
Sóley Arna Arnarsdóttir (2006)
Athugasemdir
banner