Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fim 03. apríl 2025 18:30
Elvar Geir Magnússon
Fabian Schar verður með Newcastle á næsta tímabili
Samningur Schar var að renna út en hann hefur nú framlengt um eitt ár í viðbót.
Samningur Schar var að renna út en hann hefur nú framlengt um eitt ár í viðbót.
Mynd: EPA
Fabian Schar varnarmaður Newcastle hefur framlengt samning sinn við félagið til sumarsins 2026.

Svissneski landsliðsmaðurinn kom til Newcastle frá spænska félaginu Deportivo La Coruna í júlí 2018.

Hann er 33 ára og hefur spilað 221 leik í öllum keppnum fyrir Newcastle. Hann hjálpaði liðinu nýlega að vinna enska deildabikarinn.

„Fabian hefur verið framúrskarandi meðan ég hef verið hjá félaginu. Frammistaða hans innan vallar hefur verið öflug og hann hefur sýnt frábært hugarfar í hópnum," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner