fim 03. apríl 2025 13:55
Elvar Geir Magnússon
Allegri næsti stjóri Roma?
Allegri raðaði inn titlum sem stjóri Juventus.
Allegri raðaði inn titlum sem stjóri Juventus.
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar segja að Roma hafi sett sig í samband við Massimiliano Allegri, fyrrum stjóra Juventus, og vilji fá hann til að taka við í sumar.

Hinn gamalreyndi Claudio Ranieri stýrir liðinu út tímabilið en hann hafði lagt þjálfaramöppuna á hilluna þegar hann samþykkti að aðstoða félagið.

Hann hefur mikið að segja í ráðningu á nýjum þjálfara og mun eftir tímabilið setjast í stjórn félagsins.

Allegri gæti líka fengið tilboð um að gerast stjóri AC Milan eftir tímabilið.

Stefano Pioli er annar sem er orðaður við stjórastarfið hjá Roma og hann gæti verið varakostur ef Allegri samþykkir ekki að taka við.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 30 20 7 3 67 28 +39 67
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 30 17 7 6 63 29 +34 58
4 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
5 Juventus 30 14 13 3 46 28 +18 55
6 Roma 30 15 7 8 45 30 +15 52
7 Lazio 30 15 7 8 51 42 +9 52
8 Fiorentina 30 15 6 9 47 30 +17 51
9 Milan 30 13 8 9 45 35 +10 47
10 Udinese 30 11 7 12 36 41 -5 40
11 Torino 30 9 12 9 35 35 0 39
12 Genoa 30 8 11 11 28 38 -10 35
13 Como 30 7 9 14 36 47 -11 30
14 Verona 30 9 3 18 29 58 -29 30
15 Cagliari 30 7 8 15 31 44 -13 29
16 Parma 30 5 11 14 35 49 -14 26
17 Lecce 30 6 7 17 21 49 -28 25
18 Empoli 30 4 11 15 24 47 -23 23
19 Venezia 30 3 11 16 23 43 -20 20
20 Monza 30 2 9 19 24 52 -28 15
Athugasemdir