
„Auðvitað velur fólk hvað það gerir og allt það. Ég lít samt á það sem mikil vonbrigði, það eru ekki það mörg sæti hérna á vellinum, mér finnst það eiginlega skandall að það sé ekki orðið uppselt,“ segir Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins.
Ísland mætir Noregi í Þjóðadeildinni á morgun og Sviss þriðjudaginn 8. apríl. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli og hefjast kl. 16:45.
Ísland mætir Noregi í Þjóðadeildinni á morgun og Sviss þriðjudaginn 8. apríl. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli og hefjast kl. 16:45.
Ekki er orðið uppselt á leikina þrátt fyrir að Þróttarvöllur taki ekki marga áhorfendur. Íslenska liðið er á leið á EM í sumar og kemur þessi dræmi áhugi nokkuð á óvart.
„Það eru vonbrigði. Þetta er lítil stúka, og við eigum að ná að selja upp á þennan leik á fimm mínútum, finnst mér. En þetta er bara staðan og við þurfum að sjá hvað við getum gert til að fá fólk til að vilja koma á völlinn og svo þarf fólk að vera tilbúið til að styðja okkur," segir Ingibjörg Sigurðardóttir, sem verður fyrirliði Íslands í leikjunum.
„Eiginlega skandall!“
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 3, 2025
Þorsteinn Halldórsson og Ingibjörg Sigurðardóttir segja það mikil vonbrigði að ekki sé uppselt á leikinn gegn Noregi í Þjóðadeildinni þegar sólarhringur er í leik. pic.twitter.com/PsyAaBx9rX
Athugasemdir