Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
banner
   fim 03. apríl 2025 19:00
Elvar Geir Magnússon
Mögulega spilað á nýja Man Utd vellinum á HM 2035
Mynd: Manchester United
Það er ljóst að HM kvenna í fótbolta 2035 verður á Bretlandi en engin önnur umsókn barst um að halda mótið.

Guardian greinir frá því að nýr leikvangur Manchester United gæti verið notaður á mótinu.

Manchester United staðfesti í mars áætlanir sínar um að byggja nýjan 100 þúsund manna leikvang. Vonast er til þess að hægt verði að ljúka við að byggja leikvanginn á fimm árum en það þykir enskum fjölmiðlum mikla bjartsýni.

HM kvenna mun fara fram í Brasilíu árið 2027, Bandaríkjunum 2031 og í Bretlandi 2035. Frá og með 2031 verður þátttökuþjóðum fjölgað í 48 frá 32. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM en leiðin verður greiðari með fjölgun liða.
Athugasemdir
banner
banner
banner