Spænski íþróttadómstóllinn hefur úrskurðað að Dani Olmo og Pau Victor fái að spila með Barcelona út þetta tímabilið.
La Liga, spænska deildin, tilkynnti í gær að Barcelona hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að skrá þá á leikmannalista sinn samkvæmt launaþaki. Félagið hafði fengið tímabundið leyfi til þess að skrá þá en það var fellt úr gildi.
Íþróttadómstóllinn hefur nú ógilt þá ákvörðun La Liga og fá leikmennirnir tveir því að vera áfram skráðir á leikmannalistann.
La Liga, spænska deildin, tilkynnti í gær að Barcelona hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að skrá þá á leikmannalista sinn samkvæmt launaþaki. Félagið hafði fengið tímabundið leyfi til þess að skrá þá en það var fellt úr gildi.
Íþróttadómstóllinn hefur nú ógilt þá ákvörðun La Liga og fá leikmennirnir tveir því að vera áfram skráðir á leikmannalistann.
Olmo, 26 ára, gekk til liðs við Barcelona frá RB Leipzig fyrir 52 milljónir síðasta sumar. Hann hefur leikið 28 leiki á þessu tímabili. Victor, sem er 23 ára, er afsprengi akademíu Barcelona og hefur leikið 22 sinnum á þessu tímabili.
Barcelona er efst í La Liga og í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá er liðið komið í úrslitaleik bikarkeppninnar.
Athugasemdir