Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fim 03. apríl 2025 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Gott að miða sig við besta liðið í dag
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mætir Víkingi á mánudag.
ÍBV mætir Víkingi á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Allir fótboltamenn, allavega leikmenn ÍBV, eru mótiveraðir í leiki á móti sterkum liðum'
'Allir fótboltamenn, allavega leikmenn ÍBV, eru mótiveraðir í leiki á móti sterkum liðum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV spilar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni á mánudag þegar Eyjamenn heimsækja Víking á Víkingsvöll. ÍBV er nýliði í Bestu deildinni eftir að hafa unnið Lengjudeildina í fyrra. ÍBV er spáð 12. sæti deildarinnar í spá Fótbolta.net.

„Þetta er svona að skríða saman hjá okkur, höfum verið í miklum meiðslum í vetur. Leikmenn meiddust bæði í lok síðasta tímabils og um mitt tímabil í fyrra. Við erum búnir að vera með nokkuð marga þannig. Staðan á hópnum núna er nokkuð góð," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net í dag.

Hvernig leggst það í þig að mæta Víkingi á útivelli í fyrsta leik?

„Það er bara spennandi verkefni. Víkingur er sennilega búið að vera besta liðið í vetur, búnir að spila á allt öðrum vígstöðvum en önnur félög. Það er bara mikil áskorun og tilhlökkun. Það er gott að miða sig við það sem ég tel vera besta liðið í dag." Víkingur spilaði í Sambandsdeildinni gegn Panathinaikos í febrúar en það var viðureign um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

„Við erum búnir að spila við KR, mættum þeim í Lengjubikarnum fyrir æfingaferð. Þá var KR heitasta liðið fyrir utan Víking. Það var gott að máta sig við KR og Stjörnuna fyrr í vetur. Allir fótboltamenn, allavega leikmenn ÍBV, eru mótiveraðir í leiki á móti sterkum liðum."

Eru einhverjir sem þú veist að munu ekki ná leiknum vegna meiðsla?

„Nei, það eru búnir að vera 4-5 leikmenn frá meira og minna í allan vetur, en ég held að það séu allir að skríða saman. Kannski er það líka bara að það sé að nálgast leikinn, leikmenn eru búnir að vera stefna á reyna ná fyrsta leik. Við erum í ágætis málum núna." segir Láki.
Athugasemdir
banner
banner