Arsenal hefur staðfest að varnarmaðurinn Gabriel þurfi að fara í aðgerð aftan í læri og því ljóst að hann spilar ekki meira á þessu tímabili.
Þetta er gríðarlegt högg fyrir Arsenal sem leikur fyrri leik sinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku. Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en þarf meira en kraftaverk til að skáka Liverpool sem er með örugga forystu á toppnum.
Þetta er gríðarlegt högg fyrir Arsenal sem leikur fyrri leik sinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku. Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en þarf meira en kraftaverk til að skáka Liverpool sem er með örugga forystu á toppnum.
Declan Rice, miðjumaður Arsenal, sagði í vikunni að Gabriel hefði að sínu mati verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu.
Í yfirlýsingu Arsenal kemur fram að vonast sé til í að Gabriel verði klár í slaginn að nýju þegar næsta tímabil hefst.
Þessi 27 ára Brasilíumaður hefur myndað frábært miðvaðapar með William Saliba og hefur leikið 42 leiki á þessu tímabili. Arsenal er með bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar, hefur aðeins fengið á sig 25 mörk.
Gabriel hefur einnig verið vopn sóknarlega og skorað þrjú mörk eftir föst leikatriði.
Athugasemdir