Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 27. ágúst 2014 12:13
Magnús Már Einarsson
Ísland í 3. sæti á Ólympíuleikum Æskunnar
U15 ára landsliðið.
U15 ára landsliðið.
Mynd: KSÍ
U15 ára landslið karla sigraði Grænhöfðaeyjar örugglega 4-0 í leik um 3.sætið á Ólympíuleikum Æskunnar í Kína í dag.

Kolbeinn Birgir Finnsson úr Fylki, Torfi Tímóteus Gunnarsson úr Fjölni og Helgi Guðjónsson úr Fram skoruðu allir eitt mark auk þess sem strákarnir frá Grænhöfðaeyjum skoruðu eitt sjálfsmark.

Hér að neðan má sjá íslenska hópinn á mótinu en þjálfari liðsins er Freyr Sverrisson.

Markmenn:
Sölvi Björnsson, KR
Aron Birkir Stefánsson, Þór

Aðrir leikmenn:
Alex Þór Hauksson, Álftanes
Aron Kári Aðalsteinsson, Breiðablik
Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH
Jónatan Ingi Jónsson, FH
Ísak Atli Kristjánsson, Fjölnir
Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fjölnir
Helgi Guðjónsson, Fram
Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylkir
Karl Viðar Magnússon, Haukar
Kristinn Pétursson, Haukar
Hilmar Andrew Mcshane, Keflavík
Sigurbergur Bjarnason, Keflavík
Atli Hrafn Andrason, KR
Guðmundur Andri Tryggvason, KR
Óliver Thorlacius, KR
Kristófer Ingi Kristinsson, Stjarnan
Athugasemdir
banner