Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
   lau 29. mars 2025 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Sjöundi sigurinn í röð hjá Roma kom gegn Þóri Jóhanni og félögum
Mynd: EPA
Lecce 0 - 1 Roma
0-1 Artem Dovbyk ('80 )

Roma vann sjöunda leik sinn í röð í ítölsku deildinni þegar liðið lagði Lecce af velli í kvöld.

Angelino fékk gullið tækifæri til að koma Roma yfir en hann átti skot framhjá á opið markið. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce og hann fékk tækifæri til að skora en skot hans fyrir utan teiginn fór framhjá.

Gianluca Mancini kom boltanum í netið fyrir Roma eftir hornspyrnu en hann var dæmdur rangstæður og markið því ógilt.

Þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma skoraði Artem Dovbyk og tryggði Roma stigin þrjú. Lecce hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum og eru Þórir Jóhann og félagar aðeins tveimur stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 30 20 7 3 67 28 +39 67
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 30 17 7 6 63 29 +34 58
4 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
5 Juventus 30 14 13 3 46 28 +18 55
6 Roma 30 15 7 8 45 30 +15 52
7 Lazio 30 15 7 8 51 42 +9 52
8 Fiorentina 30 15 6 9 47 30 +17 51
9 Milan 30 13 8 9 45 35 +10 47
10 Udinese 30 11 7 12 36 41 -5 40
11 Torino 30 9 12 9 35 35 0 39
12 Genoa 30 8 11 11 28 38 -10 35
13 Como 30 7 9 14 36 47 -11 30
14 Verona 30 9 3 18 29 58 -29 30
15 Cagliari 30 7 8 15 31 44 -13 29
16 Parma 30 5 11 14 35 49 -14 26
17 Lecce 30 6 7 17 21 49 -28 25
18 Empoli 30 4 11 15 24 47 -23 23
19 Venezia 30 3 11 16 23 43 -20 20
20 Monza 30 2 9 19 24 52 -28 15
Athugasemdir
banner
banner
banner