Dagur Dan Þórhallsson byrjaði á bekknum þegar Orlando City lagði LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.
LA var með 1-0 forystu í hállfeik en Orlando jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu. Á 90. mínútu tryggði Luis Muriel Orlando sigurinn þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu af löngu færi en John McCarthy, markvörður LA Galaxy, nagar sig í handabökin að hafa ekki gert betur.
Dagur Dan kom inn á 82. mínútu. Orlando er í 7. sæti Austurdeildar með 10 stig eftir sex umferðir.
Inter MIami er á toppi Austurdeildar með 13 stig eftir fimm umferðir en liðið vann Philadelphia Union 2-1 í nótt. Lionel Messi skoraði seinna mark Inter.
LA Galaxy 1-[2] Orlando City - Luis Muriel 90' (goalkeeper howler)
byu/olcni insoccer
Athugasemdir