Átta liða úrslitunum í enska bikarnum lýkur í dag með tveimur leikjum. Crystal Palace og Nottingham Forest tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í gær.
Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston fá erfitt verkefni en liðið fær Aston Villa í heimsókn.
Seinni leikur dagsins er síðan úrvalsdeildarslagur þar sem Bournemouth fær Man City í heimsókn. Þetta tímabil hefur verið mikil vonbrigði fyrir City en bikarinn er eini titillinn sem liðið getur nælt í.
Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston fá erfitt verkefni en liðið fær Aston Villa í heimsókn.
Seinni leikur dagsins er síðan úrvalsdeildarslagur þar sem Bournemouth fær Man City í heimsókn. Þetta tímabil hefur verið mikil vonbrigði fyrir City en bikarinn er eini titillinn sem liðið getur nælt í.
Leikir dagsins
12:30 Preston NE - Aston Villa
15:30 Bournemouth - Man City
Athugasemdir