Roma vann nauman sigur á Lecce í kvöld. Þetta var sjöundi sigur liðsins en Roma er komið upp í 6. sæti eftir slæma byrjun á tímabilinu.
„Ég sagði við leikmennina að við yrðum að komast inn í sumarið án þess að sjá eftir einhverju. Við verðum að gefa allt í þetta, ekki gefa tommu eftir. Það eru aðeins átta leikir eftir og þeir verða allir jafn erfiðir og í dag," sagði Ranieri.
Ranieri, sem er orðinn 73. ára, var spurður út í framtíðina sína. Hann sló á létta strengi þegar hann svaraði fréttamönnum.
„Ég fór inn í klefa og spurði strákana: Hvernig dirfist þið? Eru þið að reyna að koma mér snemma ofan í gröfina? Ég er heppinn að vera búinn að fara í öll þessi hjartapróf," sagði Ranieri.
Athugasemdir