Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
   lau 29. mars 2025 23:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Götze hetjan gegn tíu leikmönnum Stuttgart
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt 1 - 0 Stuttgart
1-0 Mario Gotze ('71 )
Rautt spjald: Ameen Al-Dakhil, Stuttgart ('58)

Frankfurt styrkti stöðu sína í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið lagði Stuttgart í kvöld.

Liðið var manni fleiri síðasta hálftímann eftir að Ameen Al Dakhil, varnarmaður Stuttgart, fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Hugo Ekitike sem var að sleppa einn í gegn.

Rúmum tíu mínútum síðar skoraði Mario Götze á opið markið þegar hann fylgdi eftir skoti frá Hugo Larsson sem fór í stöngina. Það reyndist sigurmarkið.

Frankfurt er í 3. sæti með 48 stig eftir 27 umferðir. Liðið er með þriggja stiga forystu á Mainz sem situr í 4. sæti og Mainz á leik til góða. Frankfurt er þá með fimm stiga forystu á Gladbach sem er í 5. sæti eftir sigur á Leipzig í dag. Stuttgart er í 10. sæti með 37 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 27 20 5 2 78 26 +52 65
2 Leverkusen 27 17 8 2 62 34 +28 59
3 Eintracht Frankfurt 27 14 6 7 55 40 +15 48
4 Mainz 27 13 6 8 45 31 +14 45
5 Gladbach 27 13 4 10 44 40 +4 43
6 RB Leipzig 27 11 9 7 41 34 +7 42
7 Freiburg 27 12 6 9 37 40 -3 42
8 Augsburg 27 10 9 8 30 36 -6 39
9 Wolfsburg 27 10 8 9 49 41 +8 38
10 Dortmund 27 11 5 11 48 42 +6 38
11 Stuttgart 27 10 7 10 47 44 +3 37
12 Werder 27 10 6 11 43 53 -10 36
13 Union Berlin 27 8 6 13 25 40 -15 30
14 Hoffenheim 27 6 9 12 33 49 -16 27
15 St. Pauli 27 7 4 16 22 33 -11 25
16 Heidenheim 27 6 4 17 32 52 -20 22
17 Bochum 27 5 5 17 28 55 -27 20
18 Holstein Kiel 27 4 5 18 38 67 -29 17
Athugasemdir
banner
banner
banner