Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 20:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hildur snéri aftur í sigri Madrid - Twente skoraði tíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Antonsdóttir snéri aftur í lið Madrid CFF þegar liðið lagði Betis í spænsku deildinni í dag. Hún hefur verið fjarverandi vegna meiðsla síðan í byrjun febrúar.

Leiknum lauk með 2-0 sigri en Hildur og Ásdís Karen Halldórsdóttir byrjuðu báðar á bekknum. Þær komu inn á 72. mínútu.

Madrid er í 9. sæti með 28 stig eftir 24 umferðir.

Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lok leiksins þegar Twente valtaði yfir Excelsior 10-1 í hollensku deildinni.

Twente er á toppnum með 48 stig eftir 19 umferðir, jafn mörg stig og PSV.
Athugasemdir
banner
banner
banner