Kylian Mbappe hefur verið funheitur með Real Madrid eftir hæga byrjun á tímabilinu.
Mbappe hefur nú skorað 33 mörk í öllum keppnum á tímabilinu eftir að hann skoraði tvennu í naumum endurkomusigri gegn Leganes í spænsku deildinni í gær.
Mbappe hefur nú skorað 33 mörk í öllum keppnum á tímabilinu eftir að hann skoraði tvennu í naumum endurkomusigri gegn Leganes í spænsku deildinni í gær.
Hann jafnaði þar með árangur Cristiano Ronaldo og Ruud van Nistelrooy sem skorðuðu einnig 33 mörk á sínu fyrsta tímabili með spænska stórliðinu. Ivan Zamorano skoraði 37 mörk tímabilið 1992/93.
Mbappe er í góðu sambandi við Cristiano Ronaldo.
„Við spjöllum oft saman. Hann gefur mér góð ráð. Ég er ánægður að hafa jafnað árangurinn hans á fyrsta tímabilinu, við vitum hvað hann stendur fyrir en aðalatriðið er að vinna titla með Real Madrid," sagði Mbappe.
Athugasemdir