Sparta Rotterdam komst aftur á sigurbraut eftir tvö jafntefli í röð í hollensku deildinni.
Kristian Nökkvi Hlynsson var á sínum stað í byrjunarliðinu þegar liðið vann 3-0 gegn Sittard. Kristian var tekinn af velli undir lok leiksins. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik en hann byrjaði á bekknum og spilaði aðeins níu mínútur í kvöld.
Kristian Nökkvi Hlynsson var á sínum stað í byrjunarliðinu þegar liðið vann 3-0 gegn Sittard. Kristian var tekinn af velli undir lok leiksins. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik en hann byrjaði á bekknum og spilaði aðeins níu mínútur í kvöld.
Sparta er í 14. sæti með 28 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Willem II er í 16. sæti sem er umspilssæti. Willem II tapaði 2-0 gegn Almere City í kvöld. Rúnar Þór Sigurgeirsson var í banni í leiknum vegna uppsafnaðra spjalda.
Valgeir Lunddal Friðriksson snéri aftur í lið Dusseldorf í kvöld en hann hafði misst af síðustu þremur leikjum liðsins vegna meiðsla. Liðið tapaði 3-1 gegn Kaiserslautern, Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn en Valgeir var tekinn af velli á 74. mínútu.
Dusseldorf er í 9. sæti í næst efstu deild í Þýskalandi með 41 stig eftir 27 umferðir.
Atli Barkarson kom inn á snemma í fyrri hálfleik þegar Waregem vann 3-1 gegn U23 liði Anderlecht í næst efstu deild í Belgíu. Waregem er í 2. sæti með 55 stig, stigi á eftir RWDM.
Athugasemdir