Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. mars 2019 19:04
Hafliði Breiðfjörð
Renae Cuellar til Stjörnunnar (Staðfest)
Renae Cuellar í leik með mexíkóska landsliðinu.
Renae Cuellar í leik með mexíkóska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Meíkóski landsliðmaðurinn Renae Cuellar hefur skrifað undir samning við Stjörnuna um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.

Frá árinu 2013 hefur Renae verið viðvarandi ógn við mark andstæðinganna hvar sem hún hefur leikið. Renae skoraði til að mynda fyrsta markið sem skorað var í bandarísku atvinnumannadeildinni (NWSL).

Hún hefur leikið 25 landsleiki fyrir Mexíkó, þar af fimm leiki í lokakeppni heimsmeistarmóts. Í tilkynningu frá Stjörnunni segist Renae spennt fyrir því að leika í íslensku úrvalsdeildinni og fá tækifæri til þess að halda áfram að skora mörk eins og hún hefur gert hjá öllum sínum liðum.

Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna í Stjörnunni segist reikna með því að hraði Renae og kraftur eigi eftir að hrella íslenska varnarmenn á komandi tímabili. Hann segir að það hafi frá hausti verið ljóst að Stjarnan hyggðist styrkja sitt unga lið með reynslumiklum leikmönnum sem miðlað geti af reynslunni til frábærra en ungra leikmanna félagsins.

Enn sé verið að skoða að styrkja liðið með einum leikmanni til viðbótar , en það verði ekki gert nema rétti leikmaðurinn finnist. Ekki standi til að fá leikmann sem ekki sé sterkari og reyndari en en þeir leikmenn sem fyrir eru.
Athugasemdir
banner
banner