Magni Fannberg hættur hjá Grindavík
Magni Fannberg sem var aðstoðarþjálfari Grindavíkur í Landsbankadeildinni í sumar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Gunnlaugs Hreinssonar formanns aðalstjórnar UMFG á vefsíðu félagsins í gær sem greint var frá hér á Fótbolta.net í dag. Í yfirlýsingu Magna kemur fram að hann sé hættur hjá félaginu. Yfirlýsingu Magna má sjá hér að neðan.
Yfirlýsing:
Vegna skrifa Gunnlaugs Hreinssonar á heimasíðu Ungmennafélags Grindavíkur vil ég taka það fram að ég hef staðið að fullu við samning sem var gerður á milli mín og Knattspyrnudeildar Grindavíkur í október 2005.
Ásakanir Gunnlaugs um það að ég hafi ekki sinnt afreksþjálfun hjá félaginu eru einfaldlega úr lausu lofti gripnar. Í samningi mínum við félagið var ekkert sem kvað á um að ég ætti að taka þátt í afreksstefnu félagsins.
Annað í skrifum Gunnlaugs segja meira um hann en nokkurn tímann þjálfara og Knattspyrnudeild Grindavíkur. Endurspeglar þetta ekki það góða starf sem menn hafa unnið í knattspyrnunni í Grindavík. Þar sem ég hef ákveðið að vera ekki áfram í Grindavík vil ég þakka mönnum þar fyrir samstarfið og óska þeim velfarnaðar á komandi tímabili.
Athugasemdir