Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. mars 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einn heitasti framherji Evrópu yfirgaf Arsenal síðasta sumar
Mynd: EPA
Mika Biereth, framherji Mónakó, hefur farið hamförum með liðinu síðan hann gekk til liðs við franska félagið í janúar.

Hann hefur var óstöðvandi fyrir framan markið í febrúar en hann skoraði þrjár þrennur. Han hefur skorað tíu mörk í jafn mörgum leikjum fyrir liðið, tíu mörk í sjö deildarleikjum.

Biereth er 22 ára gamall danskur framherji en hann gekk til liðs við Strum Graz frá Arsenal síðasta sumar þar sem hann skoraði 11 mörk í 16 deildarleikjum hjá austurríska félaginu áður en hann var seldur til Mónakó hálfu ári síðar.

Football.London veltir fyrir sér hvort þetta hefðu verið sniðug viðskipti hjá Arsenal vegna skorts á framherjum liðsins í dag vegna meiðslavandræða en miðjumaðurinn Mikel Merino hefur verið að spila frammi.

„Biereth væri að minnsta kosti í leikmannahópi Arsenal núna ef leikmaðurinn hefði verið áfram hjá félaginu í sumar. Fyrir utan það hvort hann myndi spila þá virtist verðið sem þeir greiddu inn á vera allt of lágt, öfugt við Balogun," kemur fram hjá Football.London.

Þar er vitnað í Florian Balogun sem var seldur til Mónakó frá Arsenal fyrir rúmlega 30 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner