Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. mars 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tók ekki þyrlufagnið af virðingu við látinn eiganda Leicester
Mynd: EPA
Tomas Soucek fagnaði þrítugsafmæli sínu með því að skora í sigri á Leicester á fimmtudaginn í 2-0 sigri.

Soucek er þekktur fyrir að taka fagn þar sem hann líkir eftir þyrlu. Setur hendurnar út og snýr sér í hringi.

Hann fagnaði hins vegar ekki á þann hátt gegn Leicester sem vakti athygli. Hann sagði að það hafi verið af virðingu við Vichai Srivaddhanaprabha, fyrrum eiganda Leicester.

Vichai lést í þyrluslysi árið 2018 eftir leik gegn West Ham.

„Mér fannst það ekki rétt að taka þyrlufagnið mitt út af því sem kom fyrir eiganda Leicester. Ég vildi fagna markinu mínu með liðinu og einnig sýna andstæðingnum virðingu," sagði Soucek.
Athugasemdir
banner
banner