Roy Keane, sérfræðingur á Sky Sports, hrósaði Marcus Rashford, leikmanni Aston Villa, fyrir frammistöðu sína gegn Cardiff í enska bikarnum í gær en vill sjá meira frá honum.
Rashford hefur farið vel af stað með Villa en hann hefur lagt upp þrjú mörk. Hann lagði upp annað af mörkum Marco Asensio í 2-0 sigri liðsins gegn Cardiff.
Rashford hefur farið vel af stað með Villa en hann hefur lagt upp þrjú mörk. Hann lagði upp annað af mörkum Marco Asensio í 2-0 sigri liðsins gegn Cardiff.
„Villa var með öll völd á vellinum og það var bara tímaspursmál hvenær þeir myndu skora. Þeir hefðu getað skorað fleiri en Cardiff gerði vel," sagði Keane.
„Marcus er mjög góður í þessu, hann var smá heppinn en hann þarf á því að halda, mjög vel gert en hann á að hugsa um að skora nokkur mörk sjálfur."
„Þú vilt hafa nóg af möguleikum og Villa er með marga. Þetta snýst um að finna jafnvægi."
Athugasemdir