Lionel Messi segir að hann hafi ekki notið tímans í PSG þar sem hann lék í tvö ár.
Messi gekk til liðs við PSG árið 2021 en fór síðan til Inter Miami í Bandaríkjunum árið 2023. Hann skoraði 32 mörk í 75 leikjum með franska liðinu, vann franska titilinn tvisvar en mistókst það stóra að ná í Meistaradeildartitil.
Messi gekk til liðs við PSG árið 2021 en fór síðan til Inter Miami í Bandaríkjunum árið 2023. Hann skoraði 32 mörk í 75 leikjum með franska liðinu, vann franska titilinn tvisvar en mistókst það stóra að ná í Meistaradeildartitil.
„Að koma til Inter Miami var tækifæri miðað við hvernig hlutirnir þróuðust síðustu árin í París. Það var ákvörðun sem ég þurfti að taka (að fara til PSG), því ég varð að yfirgefa Barcelona en ég fór í gegnum tvö ár sem ég naut ekki," sagði Messi.
„Ég var ekki ánægður á æfingum og í leikjum. Ége átti erfitt með að aðlagast öllu. Það kallaði eitthvað á mig að koma til Inter Miami því þetta er félag sem hefur verið að vaxa undanfarin ár."
Athugasemdir