Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. mars 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tvær erlendar semja við ÍA (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: ÍA
Markvöðurinn Klil Keshwar hefur samið aftur um að spila með ÍA næsta sumar en hún var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð.

Hún spilaði alla leiki liðsins þegar liðið hafnaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar. Hún er frá Trínídad og Tóbagó og á landsleiki með þjóð sinni. Hún gekk til liðs við félagið úr bandaríska háskólaboltanum fyrir síðustu leiktíð.

Liðið hefur fengið annan leikmann sem lék áður í háskólaboltanum en Elizabeth Pirovano Bueckers hefur skrifað undir samning við félagið.

Hún er bandarísk og lék með Marquetta háskólanum þar sem hún var valin í lið ársins í svæðisdeildinni tvö ár í röð. Hún lék síðast með Trastevere þar sem hún skoraði sjö mörk í 28 leikjum í C-deildinni.

„Elizabeth er leikin með bolta, jafnfætt og líkamlega sterk. Hún getur leyst margar stöður á vellinum en einkum bakvörð og vængmann báðum megin vallarins. Velkomnar til ÍA báðar tvær, við hlökkum til að fylgjast með ykkur í sumar," segir í tilkynningu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner