16 liða úrslitin í enska bikarnum hófust í gær þegar Aston Villa lagði Cardiff. Umferðin heldur áfram í dag með fjórum leikjum.
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Plymouth gerðu sér lítið fyrir og unnu Liverpool í síðustu umferð. Liðið fær ekki síður erfitt verkefni í kvöld þegar liðið heimsækir Man City sem hefur þó verið langt frá sínu besta á þessu tímabili.
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Plymouth gerðu sér lítið fyrir og unnu Liverpool í síðustu umferð. Liðið fær ekki síður erfitt verkefni í kvöld þegar liðið heimsækir Man City sem hefur þó verið langt frá sínu besta á þessu tímabili.
Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston fá einnig erfitt verkefni en liðið fær félaga sína í Championship deildinni, Burnley í heimsókn. Burnley hefur verið á ótrúlegu skriði en markvörðurinn James Trafford hefur lokað fyrir markið.
Hann hefur haldið hreinu í tólf deildarleikjum í röð.
Crystal Palace mætir Millwall og svo er úrvalsdeildarslagur þegar Bournemouth og Wolves mætast.
laugardagur 1. mars
12:15 Crystal Palace - Millwall
12:15 Preston NE - Burnley
15:00 Bournemouth - Wolves
17:45 Man City - Plymouth
Athugasemdir