Pep Guardiola, stjóri Man City, segir að Ilkay Gundogan verði líklega áfram hjá Man City á næstu leiktíð.
Þessi 34 ára gamli miðjumaður kom aftur til City síðasta sumar eftir að hafa verið í eitt ár hjá Barcelona.
Hann skrifaði undir eins árs samning með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.
Hann hefur spilað 37 leiki en félagið getur virkjað nýjan samning ef hann nær ákveðnum leikjafjölda en Guardiola staðfesti að það væri stutt í það.
Gundogan hefur átt erfitt uppdráttar og hefur verið langt frá sínu besta eins og margir leikmenn City á þessu tímabili.
Athugasemdir